Mannauður
Í lok árs 2023 störfuðu 118 starfsmenn hjá Hagstofunni í 117 stöðugildum. Kynjahlutföll voru nokkuð jöfn en karlar voru 52,5% starfsmanna og konur 47,5%. Meðalaldur starfsfólks var 47 ár.
Fræðsla
Starfsfólk var sem fyrr á faraldsfæti á árinu 2023 til að afla sér fræðslu og þekkingar en mikið framboð af fræðslu sem uppfyllir kröfur hagstofa er til að mynda í boði á vegum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.
Félagslíf
Starfsmannafélagið stóð fyrir ýmsum viðburðum á árinu eins og fyrri ár. Þar á meðal var boðið upp á páskabingó, í sumargrill, farið í haustferð og borðað saman jólamat.